Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Augnablik skoraði fimm gegn Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þremur síðustu leikjum kvöldsins er lokið í Lengjudeild kvenna og er þar helst að frétta að Augnablik vann stórsigur á Gróttu á meðan Fjölni mistókst að ná í stig gegn Víkingi R. þrátt fyrir gullið tækifæri undir lokin.

Í Kópavogi var Grótta yfir í leikhlé eftir mark frá Eydísi Lilju Eysteinsdóttur. Augnablik var betri aðilinn og jafnaði loks í síðari hálfleik þegar Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Bæði lið komust nálægt því að skora næsta mark en það var Margrét Brynja Kristinsdóttir sem kom Augnablik yfir á 68. mínútu. Grótta fékk færi en nýtti ekki og skömmu síðar gerði Björk Bjarmadóttir næsta mark Augnabliks og staðan orðin 3-1.

Á lokakaflanum gerðu Kópavogsmær út um leikinn þegar Margrét Brynja og Björk bættu tveimur mörkum við og lokatölur 5-1. Augnablik fer yfir Gróttu með sigrinum og er í fimmta sæti.

Augnablik 5 - 1 Grótta
0-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('13)
1-1 Þórhildur Þórhallsdóttir ('50)
2-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('68)
3-1 Björk Bjarmadóttir ('74)
4-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('87)
5-1 Björk Bjarmadóttir ('89)

Dagný Rún Pétursdóttir gerði þá eina mark leiksins er Víkingur R. lagði Fjölni að velli.

Dagný Rún skoraði í fyrri hálfleik eftir góða fyrirgjöf frá Nadíu Atladóttur.

Á lokakaflanum fengu Fjölnisstúlkur, sem eru í bullandi fallbaráttu, vítaspyrnu en Hlín Heiðarsdóttir skaut í slánna og þaðan flaug knötturinn yfir markið.

Fjölni tókst ekki að jafna og er liðið fimm stigum frá öruggu sæti, með sjö stig eftir fimmtán umferðir.

Víkingur R. 1 - 0 Fjölnir
1-0 Dagný Rún Pétursdóttir ('22)
1-0 Hlín Heiðarsdóttir ('81, misnotað víti)

Að lokum hafði Afturelding betur gegn ÍA er liðin mættust á Akranesi. Alda Ólafsdóttir gerði fyrsta mark leiksins á 58. mínútu og tvöfaldaði Ragna Guðrún Guðmundsdóttir forystuna skömmu síðar.

Erla Karitas Jóhannesdóttir minnkaði muninn fyrir Skagastúlkur en það nægði ekki því Maeve Anne Burger innsiglaði sigur Mosfellinga á 86. mínútu.

Afturelding er í fjórða sæti eftir sigurinn en á ekki möguleika á að komast upp í Lengjudeildina. ÍA er fimm stigum frá fallsæti.

ÍA 1 - 3 Afturelding
0-1 Alda Ólafsdóttir ('58, víti)
0-2 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('67)
1-2 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('79)
1-3 Maeve Anne Burger ('86)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner