Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 23. september 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugi á Bruno frá ónefndu félagi í Bestu deildinni - „HK er í forgangi"
Bruno Soares.
Bruno Soares.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski varnarmaðurinn Bruno Soares er núna að íhuga framtíð sína eftir flott tímabil með HK þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni á nýjan leik. Hann var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni.

Bruno vonast til þess að snúa aftur í HK en hann segir í samtali við Fótbolta.net að hann viti af áhuga frá öðru félagi í deild þeirra bestu á Íslandi. Hann segir þó að HK sé í forgangi hjá sér.

„Umboðsmaður minn sagði mér fyrir tíu dögum að ég væri með önnur tilboð og önnur tækifæri, en ég sagði við hann að áður en við förum í viðræður við önnur félög að þá ræðum við HK. Eitt félag í Bestu deildinni vill fá mig. Ég get ekki sagt þér nafnið á félaginu. Umboðsmaður minn sagði það við mig, en ég sagði við hann að HK væri í forgangi. Áður en við ræðum við önnur félög þá vil ég heyra hvað HK vill gera. Ég get ekki sagt þér nafnið á félaginu."

„Ég hefði getað fengið betur borgað annars staðar, en peningar skipta ekki öllu máli. Ég segi þér það. Ég hef ekki enn farið í alvarlegar viðræður við HK um næsta tímabil. Ég sagði við umboðsmanninn minn að HK er í forgangi. Ég vil halda áfram að spila eftir góðan tíma hérna. Ég vil taka næstu skref á Íslandi og vonandi með HK. Það er líka gaman að vita að önnur félög vilja fá mig, það gerir mig ánægðan," sagði Bruno og bætti við að framtíð sín myndi ráðast á næstu vikum.

Með því að smella hérna er hægt að lesa allt viðtalið við Bruno en þar ræðir hann meira um dvöl sína á Íslandi.
Athugasemdir
banner