Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. september 2022 10:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Jó hættur með Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Njarðvík fékk 55 stig í 2. deild í sumar.
Njarðvík fékk 55 stig í 2. deild í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Njarðvík. Bjarni hefur verið þjálfari liðsins undanfarin tvö tímabil, stýrt liðinu ásamt Hólmari Erni Rúnarssyni.

Á fyrsta ári endaði liðið í 6. sæti 2. deildar en í ár vann liðið deildina, með talsverðum yfirburðum, og spilar Njarðvík í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Bjarni er 64 ára gamall og var að ljúka sínu 34. ári í meistaraflokksþjálfun.

Úr færslu Njarðvíkur á Facebook:
Hann hefur frá fyrsta degi sett sinn svip á félagið. Bjarni ásamt sínu teymi náði mögnuðum árangri með Njarðvíkurliðið í ár en liðið sigraði 2. deildina með 55 stig, skoraði 63 mörk og fengu aðeins 22 mörk á sig. Þá sigraði Njarðvíkurliðið einnig Lengjubikarinn í B-deild.

Hann hóf þjálfarferilinn á heimaslóðunum með Þrótti Neskaupstað. Á sínum ferli hefur Bjarni þjálfað Tindastól, Grindavík, Breiðablik, ÍBV, Fylki, Stjörnuna, KA og Vestra ásamt því að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands en hann hefur lyft öllum helstu titlum sem hægt er að vinna hér á landi.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur þakkar Bjarna kærlega fyrir sitt framlag til félagsins en félagið hefur vaxið mikið frá því að Bjarni kom til klúbbsins. Þá vill knattspyrnudeildin óska honum góðs gengis í komandi verkefnum.
Athugasemdir
banner
banner