fös 23. september 2022 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Snær sagður færast nær Rosenborg
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nettavisen í Noregi segir frá því að norska stórliðið Rosenborg sé að færast nær því að kaupa Ísak Snæ Þorvaldsson frá Breiðabliki.

Ísak, sem er 21 árs gamall, hefur verið frábær í liði Breiðabliks í sumar og er hann búinn að skora 13 mörk í 19 leikjum í Bestu deildinni í sumar.

Það eru sjö umferðir eftir af norsku úrvalsdeildinni en Rosenborg er byrjað að plana fyrir næsta tímabil.

Samkvæmt Nettavisen þá er Rosenborg á lokastigum viðræðna við Breiðablik, það séu aðeins nokkur smáatriði sem þurfi að leysa.

Ólafur Kristjánsson, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki, vildi ekki staðfesta að Breiðablik hefði samþykkt tilboð í Ísak í samtali við Fótbolta.net.

Rosenborg hefur lengi verið á eftir Ísak og staðfesti leikmaðurinn það sjálfur í samtali við Fótbolta.net að hann hefði rætt við félagið. Ef hann fer til Rosenborg þá verður hann annar Íslendingurinn hjá félaginu því þar er líka Kristall Máni Ingason.

Ísak er í U21 landsliðinu sem spilar við Tékkland í umspilinu fyrir undankeppni EM í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner