De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   lau 23. september 2023 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes: Frábær sending frá Jonny!
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var ánægður með að ná í öll stigin gegn Burnley á Turf Moor í dag, en hann var hetja liðsins er hann skoraði glæsilegt sigurmark undir lok fyrri hálfleiks.

Portúgalinn fékk langa sendingu frá Jonny Evans og smellhitti hann boltann á lofti og í netið.

United hafði tapað síðustu tveimur deildarleikjum fyrir þennan leik og segir Fernandes mikilvægast að hafa náð í öll stigin.

„Þetta var frábær sending frá Jonny [Evans]. Ég veit að hann er frábær í því að koma boltanum aftur fyrir varnirnar. Ég var að bíða eftir sendingunni og Burnley gefur pláss á bakvið, en það var erfitt á köflum og við nýttum tækifærið þegar það gafst.“

„Við vitum að þetta hefur verið erfiður kafli en við vissum líka að við gætum komið til baka. Frammistaðan var kannski ekki alveg sú besta, en við fengum þrjú stig sem er það mikilvægasta.“

„Við vissum að þetta yrði erfitt. Burnley spilar vel og ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að stigin endurspegli ekki hvað þetta er gott lið, en við erum ánægðir að taka sigurinn heim í dag,“
sagði Fernandes í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner