De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 23. september 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Undanúrslit og spennandi slagur í Eyjum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Getty Images

Það eru þrír leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag auk þess að U19 landslið kvenna spilar vináttulandsleik. Allir þessir leikir hefjast klukkan 14:00.


ÍBV og Fram eigast við í fallbaráttu Bestu-deildar karla í Vestmannaeyjum en það ríkir mikil eftirvænting fyrir þennan slag.

Liðin eru jöfn á stigum í fallbaráttunni, með 20 stig eftir 23 umferðir. Takist öðru hvoru liðinu að sigra þennan slag getur það farið langleiðina með að bjarga sér frá falli þó að níu stig verði ennþá í pottinum.

Þá eru undanúrslitaleikir á dagskrá í Fótbolta.net bikarnum þar sem KFA spilar við KFG í Fjarðabyggðarhöllinni á sama tíma og Víðir tekur á móti KFK í Garði.

Að lokum er það U19 landslið kvenna sem spilar vináttuleik við Svíþjóð.

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍBV-Fram (Hásteinsvöllur)

Fótbolti.net bikarinn
14:00 KFA-KFG (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Víðir-KFK (Nesfisk-völlurinn)

Vináttulandsleikur kvenna
14:00 Svíþjóð U19 - Ísland U19


Leiðin á Laugardalsvöll - Hitað upp með þjálfurunum
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 12 5 10 42 - 45 -3 41
2.    Fylkir 27 7 8 12 43 - 55 -12 29
3.    HK 27 6 9 12 41 - 55 -14 27
4.    Fram 27 7 6 14 40 - 56 -16 27
5.    ÍBV 27 6 7 14 31 - 50 -19 25
6.    Keflavík 27 2 10 15 27 - 54 -27 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner