Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   lau 23. september 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lingard æfir með Al-Ettifaq næsta mánuðinn
Mynd: EPA

Enski miðjumaðurinn Jesse Lingard er að æfa undir stjórn Steven Gerrard hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu.


Lingard hefur verið að æfa með West Ham undanfarnar vikur en tókst ekki að gera samning við félagið. Hann skoðar sig nú um í Sádí-Arabíu þar sem hann æfir ásamt Jordan Henderson, Georginio Wijnaldum og Demarai Gray meðal annars.

Lingard er búinn að gera eins mánaða æfingasamning við Al-Ettifaq en getur á hvaða tímapunkti sem er skrifað undir samning við annað félag og skipt yfir.

Lingard er sóknarsinnaður miðjumaður og á 32 landsleiki að baki fyrir England. Hann er 30 ára gamall og lék með Nottingham Forest á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner