
Conte, Fonseca, Sanchez, Van de Beek, Saul, Fofana, Rudiger og fleiri eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
___________________________________
___________________________________
Fyrrverandi stjóri Juventus, Chelsea og AC Milan, Antonio Conte, er reiðubúinn til að taka við Manchester United, verði Ole Gunnar Solskjær rekinn frá félaginu. (The Transfer Window Podcast)
Paulo Fonseca (48), fyrrverandi þjálfari Roma, mun verða nýr þjálfari Newcastle eftir að Frank Lampard dró sig úr kapphlaupinu um starfið. (Mirror)
Everton ætlar að reyna fá Alexis Sanchez (32) en þessi framherji hefur fengið grænt ljós á það að yfirgefa Inter í janúar glugganum næstkomandi. (InterLive)
Miðjumaður Manchester United og Hollands, Donny van de Beek (24), hefur beðið umboðsmann sinn um að koma sér til Real Madrid. (DefensaCentral)
Juventus hefur áhuga á Kepa Arrizabalaga og mun félagið reyna við leikmanninn næsta sumar. (Fichajes)
Chelsea mun ekki kaupa hinn 26 ára Saul Niguez frá Atletico Madrid en Saul hefur átt í vandræðum síðan hann kom til liðsins á láni frá spænsku meisturunum. (La Razon)
Cristiano Ronaldo er sagður hafa hegðað sér illa hjá Juventus en þar á hann að hafa brotið reglur félagsins sem gilda yfir alla og eru goðsagnir félagsins ekki sáttar með framkomu hans. (Tuttosport)
Chris Smalling gæti verið einn af nokkrum leikmönnum AS Roma sem mun yfirgefa félagið í janúar. (Calciomercato)
Fyrrverandi miðjumaður spænska landsliðsins og Barcelona, Xavi, segist nú reiðubúinn til þess að taka við stórliðið. Hann hefur gert flotta hluti með Al Sadd í Qatar. (Marca)
Hinn tvítugi Wesley Fofana hefur vakið athygli hjá Manchester United og Newcastle en hann er leikmaður Leicester og franska U21 árs landsliðsins. (BUT! Football Club)
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, mun hafna öllum tilboðum í Alexandre Lacazette í janúar glugganum. Hann ætlar að leyfa þessum þrítuga leikmanni að fara frítt næsta sumar. (Sun)
Rudiger vill vera áfram hjá Chelsea en eins og staðan er núna er kapphlaupið um hann galopið. (Fabrizio Romano)
Manchester City, Tottenham, Newcastle og Liverpool hafa öll áhuga á Frakkanum Ousmane Dembele (24). Hann mun líklega yfirgefa Börsunga næsta sumar. (90 min)
Fyrirliði Newcastle, Jamaal Lascelles (27), segir að leikmenn liðsins verði að taka ábyrg á brottrekstri Steve Bruce. (Mirror)
Manchester City ætlar að berjast við Barcelona um brasilíska vængmanninn Anthony (21) frá Ajax. (El Nacional)
West Ham og Southampton hafa áhuga á leikmanni Sassuolo, Filip Djuricic (29), en þessi Serbi hefur áður spilað fyrir Southampton á láni. (Calciomercato)
Athugasemdir