Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 23. nóvember 2020 15:34
Magnús Már Einarsson
Freysi um landsliðið: Erfitt að segja að maður hafi ekki áhuga
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson er einn af þeim sem hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara eftir að Erik Hamren ákvað að hætta störfum á dögunum.

Freyr hefur undanfarin ár verið aðstoðarlandsliðsþjálfari en hann er nú staddur í Katar þar sem hann er að taka við sem aðstoðarþjálfari Al Arabi. Hefur hann áhuga á að taka við landsliðsþjálfarastarfinu ef honum býðst það?

„Það er erfitt að segja að maður hafi ekki áhuga á því þegar maður er svona tengdur liðinu. Það eru mikil tengsl við leikmenn og maður hefur verið lengi með þeim og starfsfólkinu. Það er búið að búa til ákveðinn kúltúr og vinnuferla sem að maður vill að haldi áfram," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.

„Að sama skapi hef ég sagt við Guðna Bergsson og alla aðra að ég vil bara landsliðinu fyrir bestu. Ég vil bara gott fólk þarna inn, sama hvort ég sé inn í þeirri mynd eða ekki. Ég er til staðar til að aðstoða við það ef þess þarf."

„Hvort ég vilji starfið þá tel ég að þetta snúist frekar um hvort Knattspyrnusambandið vilji mig í starfið eða fara einhverja aðra leið. Mín tilfinning er sú að við hefðum getað gengið frá því fyrir löngu síðan ef það væri áhugi fyrir því að klára mín mál. Fólk vill gefa sér tíma í að hugsa þetta og við sjáum hvert það leiðir. Auðvitað langar manni alltaf að þjálfa landsliðið en kannski bara einhverntímann seinna. Ég yrði ekkert sár ef það yrði niðurstaðan."

Athugasemdir
banner
banner
banner