Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. nóvember 2021 10:16
Elvar Geir Magnússon
Mun Carrick velja þetta byrjunarlið Man Utd?
Líklegt byrjunarlið Man Utd.
Líklegt byrjunarlið Man Utd.
Mynd: Mirror
Michael Carrick mætir á hótelið á Spáni.
Michael Carrick mætir á hótelið á Spáni.
Mynd: EPA
Michael Carrick stýrir sínum fyrsta leik sem bráðabirgðastjóri Manchester United í dag, liðið mætir Villarreal á Spáni klukkan 17:45.

Sigur innsiglar sæti United í útsláttarkeppninni en jafntefli gæti nægt, ef Atalanta og Young Boys skilja jöfn í hinum leiknum.

United er án Paul Pogba, Raphael Varane, Mason Greenwood, Luke Shaw og Edinson Cavani.

Carrick mun væntanlega halda tryggð við David de Gea í markinu.
Aaron Wan-Bissaka verður væntanlega í byrjunarliðinu og miðverðir þeir Victor Lindelöf og Harry Maguire. Alex Telles skoraði hörkuflott mark í fyrri viðureigninni gegn Villarreal.

Scott McTominay fór af velli í hálfleik á laugardag en í ljósi þess að Fred er ekki í sínu besta standi og Nemanja Matic byrjar varla tvo leiki í röð þá er McTominay í líklegu byrjunarliði.

Donny van de Beek gæti því fengið kærkominn byrjunarliðsleik en hann skoraði síðasta markið í stjóratíð Ole Gunnar Solskjær.

Jadon Sancho heldur væntanlega sætinu og frammistaða Anthony Martial gegn Vicarage Road gaf svo sannarlega enga ástæðu fyrir því að hann ætti að byrja frekar en Marcus Rashford. Cristiano Ronaldo verður væntanlega fremsti maður og Bruno Fernandes fyrir aftan.

Líklegt byrjunarlið Man Utd: De Gea; Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Telles; McTominay, van de Beek; Sancho, Fernandes, Rashford; Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner