Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. janúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona blandar sér í baráttuna um Eriksen
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Barcelona sé búið að bæta sér í baráttuna um Christian Eriksen, leikmann Tottenham.

Eriksen rennur út á samningi næsta sumar en Daniel Levy, eigandi Tottenham, ætlar að halda honum nema það berist tilboð uppá 20 milljónir evra.

Inter er búið að bjóða 15 milljónir og gætu Börsungar reynt að stela Dananum með að bjóða fimm milljónum meira.

Því er haldið fram að Barca hafi ekki lagt fram tilboð heldur einungis sent fyrirspurn um verðmiða.

Eriksen verður 28 ára í febrúar og á 304 leiki að baki fyrir Tottenham. Hann er lykilmaður í danska landsliðinu og hefur gert 31 mark í 95 landseikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner