Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. janúar 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rafa Benítez ætlar að hvíla sig þrátt fyrir tilboð
Mynd: Getty Images
Guillem Balague greinir frá því að spænski þjálfarinn Rafael Benítez hafi ákveðið að taka sér pásu frá knattspyrnu meðan Covid ríður yfir.

Benítez sagði upp starfi sínu í Kína um helgina og er kominn aftur í faðm fjölskyldunnar á Englandi.

Balague segir að mikill áhugi sé á Benítez en hann hafi tekið ákvörðun um að taka sér í frí og mun því ekki samþykkja nein stjórastörf á næstunni.

Hann hefur verið orðaður við ýmis landsliðsstörf og segir Balague mikinn áhuga vera á honum í Þýskalandi. Benítez er sextugur og hefur meðal annars stýrt Liverpool, Real Madrid og Inter.

Sjá einnig:
Rafa Benitez segir upp störfum í Kína (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner