Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 24. janúar 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rafa Benítez ætlar að hvíla sig þrátt fyrir tilboð
Guillem Balague greinir frá því að spænski þjálfarinn Rafael Benítez hafi ákveðið að taka sér pásu frá knattspyrnu meðan Covid ríður yfir.

Benítez sagði upp starfi sínu í Kína um helgina og er kominn aftur í faðm fjölskyldunnar á Englandi.

Balague segir að mikill áhugi sé á Benítez en hann hafi tekið ákvörðun um að taka sér í frí og mun því ekki samþykkja nein stjórastörf á næstunni.

Hann hefur verið orðaður við ýmis landsliðsstörf og segir Balague mikinn áhuga vera á honum í Þýskalandi. Benítez er sextugur og hefur meðal annars stýrt Liverpool, Real Madrid og Inter.

Sjá einnig:
Rafa Benitez segir upp störfum í Kína (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner