Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 24. janúar 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borga um 14,5 milljónir fyrir Valdimar
Valdimar í leik með U21 landsliði Íslands.
Valdimar í leik með U21 landsliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson er að færa sig um set í Noregi og kemur hann til með að gerast leikmaður Sogndal á næstu dögum.

Valdimar sló í gegn í Pepsi Max deildinni með Fylki sumarið 2020 og var seldur til Strömsgodset. Hann byrjaði þá átta leiki af 13 fyrir norska liðið en byrjaði aðeins fjóra leiki á síðasta tímabili.

Í ljósi þess hve lítið hann spilaði, þá ákvað hann að fara annað. Valdimar var orðaður við lið hér heima sem og Östersund í Svíþjóð en samkvæmt fjölmiðli í Sogndal er hann genginn til liðs við félagið. Hann hittir þar fyrir Hörð Inga Gunnarsson sem skrifaði undir í síðustu viku. Valdimar og Hörður voru samherjar í U21 landsliðinu sem lék á lokakeppni EM í fyrra.

Fram kemur í norskum fjölmiðlum að kaupverðið sé um ein milljón norskra króna, eða tæplega 14,5 milljónir íslenskra króna. Fylkir, uppeldisfélag Valdimars, kemur til með að fá ákveðna prósentu af upphæðinni.

Sogndal endaði í sjötta sæti norsku 1. deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði svo í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner