Manchester United hefur skrifað til stuðningsmanna og tilkynnt þeim að félagið eigi á hættu að standast ekki fjárhagsreglur um hagnað og sjálfbærni. Miðaverð á Old Trafford gæti af þeim sökum hækkað enn frekar.
Í bréfi til stuðningsmannahópa United segist félagið þurfa að bregðast strax við. Stig gætu verið dregin af liðinu ef brotið er gegn fjárhagsreglunum.
Í bréfi til stuðningsmannahópa United segist félagið þurfa að bregðast strax við. Stig gætu verið dregin af liðinu ef brotið er gegn fjárhagsreglunum.
Samkvæmt fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar geta félög að hámarki tapað 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil. Félagið segist hafa þurft að ráðast í erfiðar aðgerðir, þar á meðal niðurskurð í starfsmannafjölda og draga úr ýmsum kostnaði.
United var sakað um að misnota stuðningsmenn eftir að hafa tekið þá ákvörðun á miðri leiktíð að hækka miðaverð í 66 pund á leik, án ívilnunar fyrir börn eða ellilífeyrisþega.
Athugasemdir