Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robbie Fowler inn í myndinni hjá gömlu Íslendingafélagi
Robbie Fowler.
Robbie Fowler.
Mynd: Getty Images
Liverpool goðsögnin Robbie Fowler er inn í myndinni að taka við stjórn Bolton sem er í ensku C-deildinni.

Fowler, sem er 49 ára, hefur ferðast um heiminn síðustu ár og stýrt liðum í Tælandi, Indlandi, Ástralíu og Sádi-Arabíu. Núna vill hann snúa aftur til Englands.

Bolton rak stjóra sinn í vikunni og Fowler hefur áhuga á því að taka við starfinu.

Fowler, sem var frábær sóknarmaður á sínum tíma, er staðráðinn í að sanna að hann geti verið öflugur stjóri og vonast hann til að fá tækifærið hjá Bolton.

Sam Allardyce er einnig á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið en hann stýrði Bolton á árum áður.

Bolton hefur í gegnum tíðina verið mikið Íslendingafélag; Guðni Bergsson lék þar í mörg ár og var Jón Daði Böðvarsson síðasti Íslendingurinn sem lék fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner