Kyle Walker er orðinn leikmaður MIlan en hann kveður Man City eftir átta ára veru hjá félaginu.
Hann gekk til liðs við City frá Tottenham árið 2017 og vann 17 titla með liðinu þ.á.m. þrennuna árið 2023.
Walker skrifaði bréf til allra hjá Man City sem birtist þegar félagaskiptin voru opinberuð.
„Að spila við hlið svona margra topp leikmanna hefur gert mig að bestu útgáfunni að sjálfum mér, ég er virkilega þakklátur fyrir tækifærið sem ég hef fengið á Etihad," skrifar Walker.
„Ég vil þakka mörgum, þjálfarateyminu, búningastjórunum og öllu starfsfólkinu á bakvið tjöldin sem unnu streitulaus. Þið gerðuð hvern einastaa dag ánægjulegan og gáfu okkur svið til að standa okkur sem best."
Hann þakkaði einnig liðsfélögunum og Pep Guardiola.
„Frá því ég gekk í gegnum dyrnar leið mér eins og ég væri heima hjá mér. Takk fyrir frábærar minningar og árangurinn sem við deilum saman. Þið eruð vinir mínir og líka fjölskylda að eilífu."
„Til Pep Guardiola, takk fyrir að hafa trú á mér og vinna svo hart að þér til að ná í mig árið 2017. Leiðsögn þín hefur hjálpað mér að móta mig að þeim leikmanni sem ég er í dag."
Athugasemdir