Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 24. febrúar 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola mismælti sig aðeins - „Veit ekki með næsta tímabil"
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Manchester City mætir Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeu á morgun. Um er að ræða fyrri leik liðanna.

Meistaradeildin er enn mikilvægari fyrir Man City núna þar sem félagið á afar lítinn sem engan möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið. Einnig er búið að dæma félagið í bann frá Evrópukeppnum næstu tvö árin fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi.

Man City er að berjast gegn banninu, en svo gæti farið að keppnin í ár verði eini möguleiki Man City á Evróputitli í þangað til árið 2023. Man City hefur aldrei unnið Meistaradeildina áður.

„Þetta verður alvöru próf," sagði Guardiola við fjölmiðlamenn um einvígið gegn Real Madrid. „Þú verður að vinna Madrid, þú verður að vinna Barcelona, þú verður að vinna Bayern München. Þú verður að vinna stóru félögin. Við ætlum að gera okkar besta og ef við vinnum þá verðum við mjög ánægðir."

Guardiola mismælti sig svo þegar hann sagði: „Ef við vinnum ekki, þá er það bara næsta tímabil."

Hann var fljótur að leiðrétta sig. „Ég veit ekki með næsta tímabil, en þegar við megum spila þá munum við koma til baka."
Athugasemdir
banner
banner
banner