Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. febrúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guðlaugur Victor réði hugarþjálfara
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið að gera góða hluti hjá Darmstadt í þýsku B-deildinni og er hann fyrirliði félagsins.

Fyrstu mánuðirnir hjá félaginu voru þó erfiðir segir Guðlaugur, sem réði hugarþjálfara til að hjálpa sér að komast yfir erfiða byrjun.

„Ég er ennþá sama manneskjan og þegar ég kom hingað. Ég hef lært mikið hérna og bætt leik minn umtalsvert. Þegar ég kom fyrst hingað þá vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í og var aðlögunin erfið í fyrstu," sagði Guðlaugur Victor.

„Ég kom hingað frá Zurich og það tók mig smá tíma að breyta mínu eigin hugarfari. Ég réði hugarþjálfara og það hjálpaði mér með að komast yfir erfiðleikana sem ég upplifði hérna í byrjun."

Guðlaugur segir að sér líki afar vel við lífið í Þýskalandi og telur það vera mikilvægt til að geta spilað góðan fótbolta. Þá talaði hann um í mikilvægi jákvæðrar líkamstjáningar.

„Líkamstjáning getur gert herslumuninn. Neikvætt hugarfar hefur áhrif á líkamstjáninguna og getur smitað útfrá sér. Andstæðingar taka eftir svona hlutum, verða hugrakkari fyrir vikið og byrja að yfirspila þig.

„Þegar ég spila við lið þar sem leikmenn eru mikið að kvarta og rífast líður mér eins og við séum með yfirhöndina þó staðan sé kannski enn jöfn."


Darmstadt hefur verið að gera vel upp á síðkastið og er búið að vinna þrjá deildarleiki í röð. Liðið situr í sjöunda sæti með 32 stig eftir 23 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner