Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 24. febrúar 2020 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool nær ekki að bæta eða jafna met Chelsea frá 2005
Issa Diop.
Issa Diop.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur átt magnað tímabil til þessa og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stiga forskot. Liverpool er þessa stundina að spila gegn West Ham á heimavelli.

Staðan er 1-1. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með flottu skallamarki, en stuttu síðar jafnaði Issa Diop metin fyrir West Ham eftir hornspyrnu.

Þar með er ljóst að Liverpool mun ekki bæta eða jafna met Chelsea frá 2005 yfir fæst mörk fengin á sig. Metið er 15 mörk, en Liverpool hefur nú fengið á sig 16 mörk.

Það eru þó miklar líkur á að Liverpool bæti einhver met á næstu vikum. Smelltu hér til að skoða átta met sem Liverpool getur slegið.


Athugasemdir
banner
banner
banner