Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 24. febrúar 2023 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katrín Jakobs spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, á EM kvenna í sumar.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, á EM kvenna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín spáir Arsenal útisigri gegn Leicester.
Katrín spáir Arsenal útisigri gegn Leicester.
Mynd: EPA
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar og íslenska landsliðsins, var með sex rétta þegar hún spáði í leikina í ensku úrvalsdeildina um síðustu helgi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, spáir í leikina að þessu sinni en hún er mikill stuðningsmaður Liverpool. Það eru bara átta deildarleikir um helgina og því spáir hún einnig í einn leik í Championship-deildinni og í úrslitaleikinn í deildabikarnum.

Fulham 1 - 2 Wolves (20:00 í kvöld)
Fulham er eitt af spútnikliðum tímabilsins á meðan Úlfarnir hafa verið að skríða upp töfluna. Þetta er aðeins djarft hjá mér en ég hef trú á Portugölunum í Úlfunum.

Everton 0 - 2 Aston Villa (15:00 á morgun)
Everton sogast aftur ofan í fallsæti þar sem þeir eiga heima. Coutinho og félagar ganga frá þeim.

Leeds 3 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Leedsarar rífa sig í gang og komast upp úr fallsæti enda allt of gott lið til að falla.

Leicester 0 - 3 Arsenal (15:00 á morgun)
Skytturnar tryggja sig í toppsætinu gegn lánlausu Leicesterliði.

West Ham 1 - 1 Nottingham Forest (15:00 á morgun)
Þetta verður leiðinda fallbaráttuslagur og endar i jafntefli.

Bournemouth 0 - 4 Man City (17:30 á morgun)
Leiðindamál en City vinnur þetta þægilega og heldur sér í toppbaráttunni.

Crystal Palace 0 - 3 Liverpool (19:45 á morgun)
Við höldum hreinu eftir sært stolt i vikunni. Við verðum að vinna þennan leik, þannig er það.

Tottenham 2 - 1 Chelsea (13:30 á sunnudag)
Kane heldur áfram að raða inn mörkum og ekkert gengur hjá Chelsea frekar en fyrri daginn.

Championship
Burnley 2 - 0 Huddersfield (15:00 á morgun)
Öruggur sigur hjá Burnley myndi ég segja og þannig færast þeir nær úrvalsdeildarsæti. Kannski taka þeir sæti Everton, lol!

Úrslitaleikur í deildabikar
Man Utd 1 - 3 Newcastle (16:30 á sunnudag)
Newcastle vinnur fyrsta titil sinn í langan tíma eða í hálfa öld! Ég tek það fram að þessu spái ég aðallega til að fara í taugarnar á mínu heimafólki því þar halda allir með Manchester United…

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner