Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. febrúar 2023 23:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Fjögur víti og tvö rauð í ótrúlegum sigri Betis
Borja Iglesias
Borja Iglesias
Mynd: EPA

Elche 2 - 3 Betis
1-0 Fidel ('7 , víti)
2-0 Lucas Boye ('9 )
2-1 Borja Iglesias ('65 , víti)
2-2 Juan Miranda ('68 )
2-2 Borja Iglesias ('88 , Misnotað víti)
2-3 Willian Jose ('90 , víti)
Rautt spjald: ,Lisandro Magallan, Elche ('57)Enzo Roco, Elche ('90)


Elche og Betis áttust við í ótrúlegum leik í spænsku deildinni í kvöld.

Elche var á botni deildarinnar, aðeins með 9 stig eftir 22 leiki fyrir leik kvöldsins. Þetta leit vel út fyrir botnliðið í byrjun en liðið var 2-0 yfir eftir tæplega 10 mínútna leik.

Liðið var með forystuna þangað til tæpur hálftími var til leiksloka en þá fór allt á versta veg.

Fyrst fékk Lisandro Magallan rauða spjaldið fyrir að handleika boltann þegar Nabil Fekir var við það að sleppa einn í gegn, stuttu síðar fékk Betis vítaspyrnu sem Borja Iglesias skoraði úr.

Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Juan Miranda metin fyrir Betis. Iglesias fékk gullið tækifæri til að koma Betis yfir þegar liðið fékk vítaspyrnu en hann lét verja frá sér.

Betis fékk þriðju vítaspyrnuna sína í leiknum í uppbótartíma þegar Enzo Roco fékk boltann í höndina inn í teig, hann var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn og lét vel í sér heyra og fékk rauða spjaldið að launum.

Willian Jose skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði Betis stigin þrjú. Elche er því áfram lengst á botninum en Betis er aðeins stigi á eftir Atletico Madrid sem situr í 4. sætinu.


Athugasemdir
banner