Aga- og úrskurðarnefnt hefur fundað eins og jafnan á þriðjudögum og úrskurðað leikmenn í bann. Ekkert var spilað í Bestu deild karla í liðinni viku en spilað var í Bestu deild kvenna og neðri deildum karla.
Sex leikmenn í Lengjudeildinni hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann og Adam Árni Róbertsson fær tveggja leikja bann því hann fékk að líta sitt annað rauða spjald í sumar í leiknum gegn HK. Þeir Sindri Snær Magnússon (Keflavík), Aron Kristófer Lárusson (HK) og Xabier Cardenas (Völsungur) fá eins leikbann fyrir uppsöfnuð gul spjöld.
Orri Sigurjónsson (Þór) fékk tvö gul spjöld gegn ÍR, Reynir Haraldsson (Fjölnir) fékk beint rautt spjald í uppbótartíma gegn Selfossi og Marc McAusland, fyrirliði ÍR, fékk að líta rauða spjaldið fyrir „líkamsárásina" sem Sigurður Höskuldsson, þjálfari Þórs, kallaði olnbogaskot hans í leiknum gegn Þór.
Áttunda umferðin í Lengjudeildinni fer fram á föstudag og laugardag.
Sex leikmenn í Lengjudeildinni hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann og Adam Árni Róbertsson fær tveggja leikja bann því hann fékk að líta sitt annað rauða spjald í sumar í leiknum gegn HK. Þeir Sindri Snær Magnússon (Keflavík), Aron Kristófer Lárusson (HK) og Xabier Cardenas (Völsungur) fá eins leikbann fyrir uppsöfnuð gul spjöld.
Orri Sigurjónsson (Þór) fékk tvö gul spjöld gegn ÍR, Reynir Haraldsson (Fjölnir) fékk beint rautt spjald í uppbótartíma gegn Selfossi og Marc McAusland, fyrirliði ÍR, fékk að líta rauða spjaldið fyrir „líkamsárásina" sem Sigurður Höskuldsson, þjálfari Þórs, kallaði olnbogaskot hans í leiknum gegn Þór.
Áttunda umferðin í Lengjudeildinni fer fram á föstudag og laugardag.
Tvær í bann kvennamegin
Natasha Anasi, leikmaður Vals, missir af næsta deildarleik liðsins vegna uppsafnaðra áminninga. Helena Hekla Hlynsdóttir, leikmaður ÍBV, missir þá af undanúrslitaleik liðsins í Mjólkurbikarnum þar sem hún hefur fengið tvö gul spjöld í keppninni.
Athugasemdir