
Í kvöld fer fram landsleikur Kosóvó og Íslands, leikur sem íslenska liðið þarf að vinna. Leikið er í Skhoder í Albaníu en þar er Kristján Jónsson, bolvíska stálið, að skrifa fyrir Morgunblaðið.
Fótbolti.net ræddi við Kristján fyrir leikinn í kvöld.
„Þegar menn eru búnir að fara í lokakeppni EM er ekki ástæða til annars en að setja markið hátt. Að komast í lokakeppni HM er draumur. Staðan er mjög spennandi og þar af leiðandi verða menn að stefna á þrjú stig," segir Kristján.
Það hefur vakið athygli íslenskra fjölmiðlamanna hér í Albaníu að fjölmiðlar hér í landi og í Kosóvó telja að miklar líkur séu á sigri frá liði Kosóvó í kvöld.
„Þeir eru bjartsýnir og hafa trú á sínum mönnum. Ein af ástæðum þess að þeir eru kannski að vanmeta okkur er að þeir eru mikið að horfa á þessi forföll sem eru í okkar liði. Þeir vanmeta hvað þarf í hópíþróttum og horfa líka mikið á hvaða félagslið okkar leikmenn spila fyrir. Auðvitað er það ekki rjóminn af félagsliðum Evrópu en það er ekki endilega það sem skilar árangri fyrir landslið."
„Við erum að fara að mæta liði sem er verið að hanna, það er einfaldlega verið að hann nýtt landslið. Maður veit ekki hverju maður á von á. Þó Kosóvó hafi gengið illa að skora þá eiga þeir ekki erfitt með að skapa sér færi."
Viðtalið við Kristján fer yfir leikinn í sjónvarpinu hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.
Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir