Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 24. mars 2020 09:15
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Man City gagnrýnir bresk stjórnvöld
Oleksandr Zinchenko.
Oleksandr Zinchenko.
Mynd: Getty Images
Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, gagnrýnir bresk stjórnvöld og hversu seint var gripið í taumana í kórónaveirufaraldrinum.

„Á Englandi voru menn lengi að bregðast við. Útgöngubannið hefði átt að koma fyrr," segir Zinchenko við úkraínska fjölmiðla.

„Ég á vinkonu hérna sem er með einkenni veirunnar en er sagt að mæta í vinnuna. Sem betur fer er allt í lagi með ættingja mína."

„Ég vil biðla til allra: Fylgið reglum og haldið ykkur heima."

Þessi 23 ára leikmaður segir að vel sé hugsað um leikmenn og starfslið hjá Manchester City.

„Læknirinn er í góðu sambandi við okkur. Þegar ég vaknaði voru skilaboð frá honum, hann spurði hvernig mér liði og hvernig vinir og fjölskylda hefðu það. Ég fæ matarsendingu sex daga vikunnar og líkamsræktartæki til að halda mér í standi," segir Zinchenko.
Athugasemdir
banner
banner
banner