Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 24. mars 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Lucy Bronze fær BBC verðlaunin í annað sinn
Kvenaboltinn
Lucy Bronze, varnarmaður Englands og Lyon, hefur verið valin leikmaður ársins í kvennaflokki af breska ríkisútvarpinu, BBC.

Þetta er í annað sinn sem hin 28 ára Bronze fær þessi verðlaun en hún tók titilinn einnig 2018.

„Að vinna titilinn tvisvar er sérstakt, það er erfitt að afreka það," segir Bronze.

Vivianne Miedema, sóknarleikmaður Hollands og Arsenal, varð í öðru sæti og bandaríski sóknarleikmaðurinn Megan Rapinoe í þriðja sæti.

Bronze var valin leikmaður ársins 2019 af UEFA og lenti í öðru sæti í gullknettinum, á eftir Rapinoe.

Bronze vann Meistaradeild kvenna, franska meistaratitilinn og bikarkeppnina með Lyon. Þá vann hún SheBelieves bikarinn með enska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner