Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 24. mars 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Félög í MLS-deildinni sýna Valgeiri áhuga
Mynd: Guðmundur Svansson
Valgeir Lunddal Friðriksson, varnarmaður sænska meistaraliðsins Häcken, er orðaður við félög í MLS-deildinni í Aftonbladet.

Fjölnismaðurinn var með bestu mönnum sænska liðsins er það vann óvænt titilinn í Svíþjóð á síðasta tímabili.

Hann var fastamaður í U21 árs landsliði Íslands og spilaði þá sinn fyrsta A-landsleik fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hann spilað fjóra leiki til viðbótar, þann síðasta í janúarverkefninu.

Valgeir hefði undir venjulegum kringumstæðum verið í hópnum gegn Bosníu og Liechtenstein í þessum glugga, en hann var í banni í fyrri leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið með U21 árs landsliðinu og því ekki valinn.

Sænska blaðið Aftonbladet greinir nú frá því að félög í MLS-deildinni hafi sýnt honum áhuga undanfarið, en glugginn í Bandaríkjunum lokar þann 1. maí og eru félög í því að styrkja sig fyrir komandi átök.

Fimm Íslendingar eru á mála hjá félögum í MLS-deildinni en það eru þeir Dagur Dan Þórhallsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Eyþór Martin Björgólfsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner