Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. mars 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Missir af El Clásico
Mynd: Getty Images
Danski miðvörðurinn Andreas Christensen verður frá næstu þrjár til fjórar vikurnar eftir að hafa meiðst í 3-1 sigri Danmerkur á Finnlandi í undankeppni Evrópumótsins í gær.

Christensen fór meiddur af velli á 18. mínútu leiksins en spænskir fjölmiðlar greina frá því að hann verði frá í einhvern tíma.

Danski leikmaðurinn kom til Barcelona frá Chelsea síðasta sumar og hefur spilað lykilhlutverk í vörn liðsins.

Hann hefur verið fastamaður í vörninni í liði sem er með tólf stiga forystu í efsta sæti La Liga.

Barcelona mætir Real Madrid í síðari undanúrslitaleik spænska konungsbikarsins þann 5. apríl, en Christensen mun ekki verða klár fyrir þann leik. Hann mun að minnsta kosti missa af næstu þremur leikjum liðsins.

Börsungar unnu fyrri undanúrslitaleikinn með einu marki gegn engu.
Athugasemdir
banner
banner