„Þetta var allt annar leikur hjá okkur í seinni og við vorum óheppnir að pota ekki inn marki þegar augnablikið var með okkur," sagði Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV, eftir tap gegn KA á heimavelli.
„Þetta er sárt, 0-3 á heimavelli er eitthvað sem á ekki að gerast."
„Þetta er sárt, 0-3 á heimavelli er eitthvað sem á ekki að gerast."
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 3 KA
Andri var mjög ósáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við gerum ekki hlutina sem við ætluðum að gera. Við vorum ekki að hlaupa, vorum ekki að pressa. Svo þegar við fengum boltann, þá vorum við bara of djúpt niðri. Við vorum bara ekki góðir, þetta var bara hræðilegt."
Andri var á því máli að ÍBV hafi átt að fá víti í leiknum. „Svona hlutir detta ekki með manni þegar maður er ekki að leggja sig fram. Þetta helst allt í hendur. Við getum ekki verið að kvarta yfir einhverju svona þegar við erum ekki að leggja okkur nægilega mikið fram."
„Við verðum bara að rífa okkur í gang," sagði Andri en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meira um sitt persónulega form en hann fékk Covid í vetur og hrjáði það hann á undirbúningstímabilinu.
Athugasemdir