Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   sun 24. apríl 2022 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar: Vorum bara ekki góðir, þetta var hræðilegt
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var allt annar leikur hjá okkur í seinni og við vorum óheppnir að pota ekki inn marki þegar augnablikið var með okkur," sagði Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV, eftir tap gegn KA á heimavelli.

„Þetta er sárt, 0-3 á heimavelli er eitthvað sem á ekki að gerast."

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 KA

Andri var mjög ósáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Við gerum ekki hlutina sem við ætluðum að gera. Við vorum ekki að hlaupa, vorum ekki að pressa. Svo þegar við fengum boltann, þá vorum við bara of djúpt niðri. Við vorum bara ekki góðir, þetta var bara hræðilegt."

Andri var á því máli að ÍBV hafi átt að fá víti í leiknum. „Svona hlutir detta ekki með manni þegar maður er ekki að leggja sig fram. Þetta helst allt í hendur. Við getum ekki verið að kvarta yfir einhverju svona þegar við erum ekki að leggja okkur nægilega mikið fram."

„Við verðum bara að rífa okkur í gang," sagði Andri en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meira um sitt persónulega form en hann fékk Covid í vetur og hrjáði það hann á undirbúningstímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner