Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir Cunha á leið til Man Utd
Mynd: EPA
Brasilíska blaðakonan Raisa Simplicio segir að samlandi hennar, Matheus Cunha, sé að ganga í raðir Manchester United frá Wolves í sumar.

Miðlar á Englandi segja Man Utd vera í bílstjórasætinu um Cunha sem hefur gegnt lykilhlutverki hjá Wolves síðan hann kom frá Atlético Madríd fyrir tveimur árum.

Í síðasta mánuði lýsti Cunha yfir því að hann væri til í að fara frá Wolves í sumar til að berjast um titla, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa framlengt samning sinn.

Mörg stór félög eru að horfa til Brasilíumannsins, sem er með 53 milljóna punda klásúlu í samningi sínum, en brasilíska blaðakonan Raisa Simplicio segir það frágengið að hann fari til Man Utd.

Segir hún að Cunha hafi náð samkomulagi um samningamál við United og ef marka má hennar orð má gera ráð fyrir að skiptin verði staðfest eftir tímabilið.

Cunha, sem er 25 ára gamall, er markahæsti maður Wolves í deildinni með 14 mörk og átt stóran þátt í því að tryggja áframhaldandi veru liðsins í efstu deild.
Athugasemdir
banner