Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. maí 2022 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Sagan segir að Breiðablik verði meistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni. Í leikjunum sjö hefur liðið skorað 23 mörk.

Óskar Ófeigur Jónsson blaðamaður á Vísi vekur athygli á því að fimm önnur lið í sögu Íslandsmóts karla hafi náð að vinna fyrstu sjö leiki sína. Niðurstaðan hafi alltaf orðið sú að það lið varð Íslandsmeistari í lok móts.

Það má þó benda á það að í ár er í fyrsta sinn 27 umferða mót og alls 81 stig í boði.

FH (2005), ÍA (1995), Valur (1978), Keflavík (1973) og KR (1959) unnu öll fyrstu sjö leikina sína, öll þau lið urðu Íslandsmeistarar og ekki bara meistarar heldur unnu þau mótið með yfirburðum.

FH, sem er síðasta liðið til að vera með fullt hús stiga eftir sjö umferðir, var með fullt hús stiga eftir fimmtán umferðir og þá þegar orðið meistari.

Smelltu hér til að lesa greinina á Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner