Breiðablik og HK/Víkingur áttust við í nágrannaslag í kvöld á Kópavogsvelli í leik þar sem Agla María Albertsdóttir tryggði Breiðablik 2-1 sigur á 93 mínútu.
„Mér líður ógeðslega skringilega "Mér líður bara áblabla vel bara" ég var búin að lofa stelpunum að taka þetta." Sagði Tinna Óðinsdóttir fyrirliði HK/Víkings eftir leik.
„Mér líður ógeðslega skringilega "Mér líður bara áblabla vel bara" ég var búin að lofa stelpunum að taka þetta." Sagði Tinna Óðinsdóttir fyrirliði HK/Víkings eftir leik.
Skotið hennar Öglu Maríu virðist fara af varnarmanni og þaðan yfir Audrey sem hefur einnig fingur á boltanum en hann það var ekki nóg!
„Hún flikkar boltanum inn þetta er bara drullu fucking fúlt." Sagði Tinna hundfúl
HK/Víkingur gerði lítið sem ekkert sóknarlega en voru mjög skipulagðar varnarlega og vörðust vel í leiknum.
„Ég er sammála því en við gerum það vel að vera þolinmóðar varnarlega og þegar við erum þéttar þá er erfitt að opna okkur en það bitnar á okkur sóknarlega. En það smellur stundum og þá getum við farið hratt í sókn og við skorum einmitt úr einu slíku."
En er Tinna samt sem áður ekki stolt af frammistöðu liðsins í kvöld?
„Ég er það og það er ógeðslega skrýtin tilfinning af því að það munaði svo litlu þarna á milli en ég er drullu stolt af þeim." Sagði TInna að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir