Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 24. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta eltist við miðjumann Real Sociedad
Mikel Merino.
Mikel Merino.
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er sagður afar spenntur fyrir því að bæta miðjumanninum Mikel Merino við leikmannahóp sinn.

Arsenal er að leita að miðjumanni og er hinn 28 ára gamli Merino á óskalistanum.

Sport greinir frá því að Arteta sé sjálfur í sambandi við Merino og sé að reyna að sannfæra hann um að koma yfir til Arsenal.

Samningur Merino við Real Sociedad rennur út á næsta ári og telur Arsenal möguleika á því að kaupa hann fyrir 25 milljónir evra.

Merino, sem lék áður með Newcastle, er einnig orðaður við Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner