Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mán 24. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nagelsmann: Füllkrug hefur eina viku til að vinna sér inn byrjunarliðssæti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann svaraði spurningum eftir 1-1 jafntefli Þýskalands gegn Sviss í gærkvöldi, þar sem Þjóðverjar gerðu jöfnunarmark í uppbótartíma eftir að hafa lent í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn Sviss niður.

Nagelsmann var hress að leikslokum eftir að varamennirnir David Raum og Niclas Füllkrug tengdu vel saman til að jafna metin á 92. mínútu.

„Við áttum þetta stig skilið því við lögðum allt í sölurnar á lokakaflanum og áttum mikið af marktilraunum. Við tókum stóra áhættu með að færa okkur upp völlinn og við uppskárum jöfnunarmark. Þetta var mjög góður leikur," sagði Nagelsmann, sem var svo spurður hvort Füllkrug ætti ekki heima í byrjunarliðinu.

„Það er á svona stundum sem við virkilega þurfum á Niclas að halda. Hann er að standa sig eins og hetja þegar hann kemur inn af bekknum og það er í raun bæði gott og slæmt fyrir hann. Hann er gríðarlega mikilvægur og getur breytt leikjum þegar hann kemur inn af bekknum. Núna hefur hann eina viku til að sanna sig á æfingum og vinna sér byrjunarliðssæti fyrir 16-liða úrslitin."

Fyrir upphaf EM talaði Nagelsmann um að hann væri með neyðaráætlun sem þýska liðið gæti gripið til þegar það væri komið í slæma stöðu. Er Füllkrug þessi neyðaráætlun?

„Ég notaði ekki neyðarplanið í dag. Við gerðum mjög augljósar skiptingar sem skiluðu jöfnunarmarki."

Þýskaland mætir liðinu sem endar í öðru sæti í C-riðli í 16-liða úrslitum, en það gæti verið England, Danmörk, Serbía eða Slóvenía. Þær þjóðir eigast við í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld.

„Andstæðingarnir eru kannski ekki sáttir með að við fáum tvo auka daga til að hvíla okkur og undirbúa fyrir næsta leik, en aftur á móti þá þurfum við að undirbúa okkur fyrir fjóra mismunandi andstæðinga því við vitum ekki enn hverjum við mætum."
Athugasemdir
banner