Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 24. júní 2024 10:21
Elvar Geir Magnússon
Rudiger varð fyrir meiðslum í fagnaðarlátunum
Antonio Rudiger varnarmaður þýska landsliðsins meiddist á læri þegar hann fagnaði jöfnunarmarkinu gegn Sviss í gær.

Eftir fagnaðarlætin fór Rudiger niður í grasið vegna vöðvameiðsla.

„Toni er að glíma við vandamál í læri. Við þurfum að sjá hvað gerist. Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt. Bíðum og sjáum," sagði landsliðsþjálfarinn Julian Nagelsmann.

Ólíklegt er að þetta séu alvarleg meiðsli en það er stutt á milli leikja á EM og því er þetta klárlega áhyggjuefni fyrir Þýskaland. Rudiger er lykilmaður í varnarlínu liðsins.

Þjóðverjar tryggðu sér upp úr riðlakeppninni í gær.
Athugasemdir
banner