Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. júlí 2020 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er ekki bara gott ef verið er að tala um mann?"
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið mikið á milli tannana á fólki sem fylgist vel með Pepsi Max-deildinni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali eftir tap gegn Val að Brynjólfur væri besti leikmaður deildarinnar. „Brynjólfur Andersen var langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími á að dómarastéttin fari að vernda hann. Það er dæmt í hvert skipti sem hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi," sagði Óskar við Stöð 2 Sport.

Aðrir eru þeirrar skoðunar að Brynjólfur hafi ekki gert mikið til að standa undir þessum orðum Óskar, það er að segja að hann sé bestur í deildinni. Umræðan hefur að minnsta kosti verið mikil um hann.

Brynjólfur, sem er leikmaður með mikla hæfileika, var spurður út í þessa umræðu eftir tap í nágrannaslag gegn HK í gær.

„Er ekki bara gott ef verið er að tala um mann? Þá er alla vega athygli á manni. Mér finnst ég hafa spilað mjög vel, fyrir utan fyrsta leikinn þar sem ég var slakur; ég tek það á mig," sagði Brynjólfur í viðtali sem má sjá hér að neðan.

Þess má geta að Brynjólfur stefnir á að hafa mismunandi klippingar í öllum leikjum Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Brynjólfur Andersen: Eina sem þeir gerðu var að pakka í vörn og bomba fram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner