Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   fös 24. júlí 2020 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Gefum þeim hörkuleik á heimavelli
Kvenaboltinn
Nik var ánægður með vinnuframlag leikmanna þrátt fyrir stórt tap gegn Blikum
Nik var ánægður með vinnuframlag leikmanna þrátt fyrir stórt tap gegn Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alltaf að fara að vera erfitt miðað við þá stöðu sem við erum í en mér fannst stelpurnar gera þetta vel svona að mestu leyti. Þær voru skiljanlega svolítið stressaðar á köflum og það sást á leik okkar en það var gaman að sjá þegar þær tóku boltann og náðu að spila honum á milli. Ég get ekkert sett út á vinnuframlagið. Þetta var allt í lagi miðað við aðstæður,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 5-0 tap gegn Blikum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Þróttur R.

Þróttarar voru í vandræðum vegna meiðsla og leikbanna fyrir leik og ekki skánaði ástandið þegar Friðrika Arnardóttir, markvörður, þurfti að fara útaf snemma leiks. Í hennar stað kom Agnes Þóra Árnadóttir en hún var ræst út á síðustu stundu og var því ekki einu sinni á leikskýrslu fjölmiðlamanna. Þar að auki lék hún í Breiðablikstreyju merktri Telmu Ívarsdóttur.

„Frikka var búin að vera veik og henni versnaði þegar leið á daginn. Hún var svo komin með hita þegar hún mætti. Við ræstum Agnesi Þóru því út á síðustu stundu. Hún stóð sig frábærlega,“ sagði Nik um markmannsskiptin.

Hann vildi ekki velta sér um of upp úr tapinu og segir að það muni ekki hafa áhrif á sjálfstraust leikmanna sinna.

„Svona er þetta bara. Þetta er einn af þessum leikjum þar sem maður býst fyrirfram ekki endilega við að fá eitthvað út úr. Stelpurnar lögðu sig fram og með alla þessa leikmenn fjarverandi eru 5-0 ekkert hrikalegar tölur. Við leggjum þennan leik bara frá okkur og gefum þeim hörkuleik á okkar heimavelli í seinni umferðinni.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner