Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 24. júlí 2020 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Gefum þeim hörkuleik á heimavelli
Nik var ánægður með vinnuframlag leikmanna þrátt fyrir stórt tap gegn Blikum
Nik var ánægður með vinnuframlag leikmanna þrátt fyrir stórt tap gegn Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alltaf að fara að vera erfitt miðað við þá stöðu sem við erum í en mér fannst stelpurnar gera þetta vel svona að mestu leyti. Þær voru skiljanlega svolítið stressaðar á köflum og það sást á leik okkar en það var gaman að sjá þegar þær tóku boltann og náðu að spila honum á milli. Ég get ekkert sett út á vinnuframlagið. Þetta var allt í lagi miðað við aðstæður,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 5-0 tap gegn Blikum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Þróttur R.

Þróttarar voru í vandræðum vegna meiðsla og leikbanna fyrir leik og ekki skánaði ástandið þegar Friðrika Arnardóttir, markvörður, þurfti að fara útaf snemma leiks. Í hennar stað kom Agnes Þóra Árnadóttir en hún var ræst út á síðustu stundu og var því ekki einu sinni á leikskýrslu fjölmiðlamanna. Þar að auki lék hún í Breiðablikstreyju merktri Telmu Ívarsdóttur.

„Frikka var búin að vera veik og henni versnaði þegar leið á daginn. Hún var svo komin með hita þegar hún mætti. Við ræstum Agnesi Þóru því út á síðustu stundu. Hún stóð sig frábærlega,“ sagði Nik um markmannsskiptin.

Hann vildi ekki velta sér um of upp úr tapinu og segir að það muni ekki hafa áhrif á sjálfstraust leikmanna sinna.

„Svona er þetta bara. Þetta er einn af þessum leikjum þar sem maður býst fyrirfram ekki endilega við að fá eitthvað út úr. Stelpurnar lögðu sig fram og með alla þessa leikmenn fjarverandi eru 5-0 ekkert hrikalegar tölur. Við leggjum þennan leik bara frá okkur og gefum þeim hörkuleik á okkar heimavelli í seinni umferðinni.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner