Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 24. júlí 2021 18:32
Victor Pálsson
Alfreð: Þetta var helvíti soft fannst mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson sá sínar stelpur í Selfoss tapa 2-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Selfoss

Selfoss stóð í Blikastelpum lengi vel í Kópavogi en tvö mörk seint í leiknum urðu liðinu að lokum að falli en það fyrra skoruðu Blikar úr víti.

Alfreð var heilt yfir ánægður með frammistöðu síns liðs.

„Þetta var frekar svekkjandi, maður er að reyna að ná sér niður eftir þetta," sagði Alfreð eftir leikinn.

„Við vitum það að það er erfitt að halda Breiðablik frá færum en þær fengu þau færu sem við vildum að þær myndu fá. Við spiluðum þennan leik mjög vel, við lokuðum á þeirra styrkleika og náðum að láta þeirra veikleika skína svolítið."

Brenna Lovera klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik fyrir Blika og segir Alfreð að hún hafi átt betri daga í sókninni. Einnig talar Alfreð um að vítaspyrnudómurinn hinum megin hafi mögulega verið rangur.

„Sóknarlega hefur hún verið betri en það fór mikið púður í hana varnarlega og það kannski bitnaði aðeins á sóknarleiknum. Ég ætla ekkert að setja út á hana, hefði hún skorað úr vítinu væri hún örugglega besti leikmaðurinn."

„Þær fengu víti líka sem var helvíti soft fannst mér. Mér fannst þetta mjög vel dæmdur leikur fyrir utan kannski síðustu 10 mínúturnar og þá datt þetta aðeins með þeim. Þetta er fótboltinn og maður er svona pínu svekktur yfir vítinu og innkastinu þar sem þær skora annað markið."

„Dómarinn sér þetta eins og þetta sé víti. Ég veit það fyrir víst að þetta er ekki í vatninu á Selfossi fyrir Karitas. Hún getur staðið af sér fleiri tæklingar en þetta, hún veit það sjálf," sagði Alfreð Elías sem skýtur á Karitas Tómasdóttur, fyrrum leikmann Selfoss sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner