Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
   lau 24. júlí 2021 18:32
Victor Pálsson
Alfreð: Þetta var helvíti soft fannst mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson sá sínar stelpur í Selfoss tapa 2-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Selfoss

Selfoss stóð í Blikastelpum lengi vel í Kópavogi en tvö mörk seint í leiknum urðu liðinu að lokum að falli en það fyrra skoruðu Blikar úr víti.

Alfreð var heilt yfir ánægður með frammistöðu síns liðs.

„Þetta var frekar svekkjandi, maður er að reyna að ná sér niður eftir þetta," sagði Alfreð eftir leikinn.

„Við vitum það að það er erfitt að halda Breiðablik frá færum en þær fengu þau færu sem við vildum að þær myndu fá. Við spiluðum þennan leik mjög vel, við lokuðum á þeirra styrkleika og náðum að láta þeirra veikleika skína svolítið."

Brenna Lovera klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik fyrir Blika og segir Alfreð að hún hafi átt betri daga í sókninni. Einnig talar Alfreð um að vítaspyrnudómurinn hinum megin hafi mögulega verið rangur.

„Sóknarlega hefur hún verið betri en það fór mikið púður í hana varnarlega og það kannski bitnaði aðeins á sóknarleiknum. Ég ætla ekkert að setja út á hana, hefði hún skorað úr vítinu væri hún örugglega besti leikmaðurinn."

„Þær fengu víti líka sem var helvíti soft fannst mér. Mér fannst þetta mjög vel dæmdur leikur fyrir utan kannski síðustu 10 mínúturnar og þá datt þetta aðeins með þeim. Þetta er fótboltinn og maður er svona pínu svekktur yfir vítinu og innkastinu þar sem þær skora annað markið."

„Dómarinn sér þetta eins og þetta sé víti. Ég veit það fyrir víst að þetta er ekki í vatninu á Selfossi fyrir Karitas. Hún getur staðið af sér fleiri tæklingar en þetta, hún veit það sjálf," sagði Alfreð Elías sem skýtur á Karitas Tómasdóttur, fyrrum leikmann Selfoss sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner