Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. júlí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvolpasveit Þróttar - „Hefur það gerst áður?"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík tapaði sannfærandi fyrir Fjölni í Lengjudeildinni síðasta fimmtudag.

Leikurinn endaði 3-1 og skrifaði Anton Freyr Jónsson í skýrslu sinni eftir leik: „Fyrstu 30. mínúturnar voru jafnar og bæði lið fengu færi en eftir fyrsta mark Fjölnis var þetta aldrei spurning. Annað mark Fjölnis kom rétt fyrir hálfleik og Þróttarar misstu þá trúna og Fjölnismenn keyrðu yfir vængbrotið lið Þróttar sem náði þó að klóra í bakkann með vítaspyrnumarki á 93. mínútu."

Það er athyglisverð tölfræði úr þessum leik að Þróttur endaði leikinn með ellefu leikmenn sem eru fæddir 2000 eða síðar.

„Í gær spiluðu strákarnir mínir í Þrótti gegn Fjölni. Á 76 mínútu fór Daði Bergsson af velli sem þýddi að elsti leikmaður Þróttara á vellinum var fæddur árið 2000. Hefur það gerst áður í tveimur efstu deildum karla?" skrifar Baldvin Már á Twitter.

Þróttur hefur verið í nokkrum meiðslavandræðum og er liðið í fallbaráttunni. Hér að neðan má sjá viðtal sem var tekið við þjálfara Þróttar eftir tapleikinn við Fjölni.


Laugi Baldurs: Það er ekki mikið sjálfstraust
Athugasemdir
banner
banner
banner