Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 24. júlí 2022 22:35
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Afríka tapaði naumlega fyrir Stokkseyri
Afríka náði að veita Stokkseyri hörkuleik, alveg eins og í fyrri leik liðanna í sumar
Afríka náði að veita Stokkseyri hörkuleik, alveg eins og í fyrri leik liðanna í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Afríka 2 - 3 Stokkseyri
0-1 Örvar Hugason ('14 )
1-1 Abdikhalaq Salebaan Ibrahim ('30 )
1-2 Örvar Hugason ('59 )
1-3 Sindri Steinn Sigurðsson ('67 )
2-3 Omar Daidou ('80 )

Stokkseyri vann annan leik sinn í B-riðli 4. deildar karla í kvöld er liðið lagði Afríku að velli, 3-2.

Örvar Hugason kom Stokkseyri yfir á 14. mínútu en Afríka náði inn jöfnunarmarki sextán mínútum síðar.

Örvar tók aftur forystuna fyrir Stokkseyri á 59. mínútu og Sindri Steinn Sigurðsson bætti við þriðja markinu átta mínútum síðar.

Omar Daidou minnkaði muninn fyrir Afríku tíu mínútum fyrir leikslok en lengra komst Afríka ekki. Lokatölur 3-2 fyrir Stokkseyri sem er með 8 stig í næst neðsta sæti en báðir sigurleikir liðsins í riðlinum hafa komið gegn Afríku sem er á botninum og án stiga.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner