Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 24. júlí 2022 16:52
Arnar Laufdal Arnarsson
Hemmi Hreiðars: Erum með fókusinn á sjálfa okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við vorum frábærir í dag, djöfulsins kraftur og stemning og fókus í liðinu, þetta var ofboðslega flottur sigur" Sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir leik en ÍBV unnu frábæran útisigur á Leikni R. en leikar enduðu 1-4 fyrir ÍBV.

Hemmi hefur upp á síðkastið verið að hóta því í viðtölum að sigrarnir færu að koma og nú eru Eyjamenn komnir með tvo sigra í röð.

"Við vorum með frammistöður en fyrsti sigurinn var að láta standa aðeins á sér og eftir sigurinn gegn Val þá förum við af svakalegum krafti inn í leikinn hér í dag, við áttum þetta skilið þar sem þetta var geggjuð frammistaða og geggjaður karakter í liðinu"

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

Bjóst Hemmi kannski við meiri mótspyrnu í dag?

"Já algjörlega, Leiknir eru með flott fótboltalið og hafa sýnt að þeir eru ekkert lamb að leika sér við. Auðvitað bjuggust við við hörku leik og vorum búnir að leggja upp í hörku leik en við erum með fókusinn á sjálfum okkur og höfum verið með það í sumar"

"Þetta hafa verið vaxandi frammistöður í síðustu 4-5 leikjum þar sem við höfum verið flottir. Við höfum bara bullandi trú á því sem við erum að gera, bullandi stemmning í hópnum og samstaða í liðinu"

Leikmenn að koma til Eyja eða eru menn að fara frá Eyjum? Hvernig standa leikmannamál?

"Við erum bara alltaf að skoða eins og allir aðrir, það kemur kannski eitthvað en kannski ekki"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Hemmi talar um að maður kemur í manns stað, Þjóðhátíðarleikinn og fleira.
Athugasemdir
banner