"Við vorum frábærir í dag, djöfulsins kraftur og stemning og fókus í liðinu, þetta var ofboðslega flottur sigur" Sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir leik en ÍBV unnu frábæran útisigur á Leikni R. en leikar enduðu 1-4 fyrir ÍBV.
Hemmi hefur upp á síðkastið verið að hóta því í viðtölum að sigrarnir færu að koma og nú eru Eyjamenn komnir með tvo sigra í röð.
"Við vorum með frammistöður en fyrsti sigurinn var að láta standa aðeins á sér og eftir sigurinn gegn Val þá förum við af svakalegum krafti inn í leikinn hér í dag, við áttum þetta skilið þar sem þetta var geggjuð frammistaða og geggjaður karakter í liðinu"
Hemmi hefur upp á síðkastið verið að hóta því í viðtölum að sigrarnir færu að koma og nú eru Eyjamenn komnir með tvo sigra í röð.
"Við vorum með frammistöður en fyrsti sigurinn var að láta standa aðeins á sér og eftir sigurinn gegn Val þá förum við af svakalegum krafti inn í leikinn hér í dag, við áttum þetta skilið þar sem þetta var geggjuð frammistaða og geggjaður karakter í liðinu"
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 4 ÍBV
Bjóst Hemmi kannski við meiri mótspyrnu í dag?
"Já algjörlega, Leiknir eru með flott fótboltalið og hafa sýnt að þeir eru ekkert lamb að leika sér við. Auðvitað bjuggust við við hörku leik og vorum búnir að leggja upp í hörku leik en við erum með fókusinn á sjálfum okkur og höfum verið með það í sumar"
"Þetta hafa verið vaxandi frammistöður í síðustu 4-5 leikjum þar sem við höfum verið flottir. Við höfum bara bullandi trú á því sem við erum að gera, bullandi stemmning í hópnum og samstaða í liðinu"
Leikmenn að koma til Eyja eða eru menn að fara frá Eyjum? Hvernig standa leikmannamál?
"Við erum bara alltaf að skoða eins og allir aðrir, það kemur kannski eitthvað en kannski ekki"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Hemmi talar um að maður kemur í manns stað, Þjóðhátíðarleikinn og fleira.
Athugasemdir