banner
   sun 24. júlí 2022 12:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lingard gagnrýndur fyrir að velja peninginn - „Ferillinn er stuttur"
Mynd: Heimasíða Man Utd

Jesse Lingard gekk til liðs við nýliða Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.


Tækifærin voru af skornum skammti undanfarin ár hjá Manchester United en hann fór á láni til West Ham eftir áramótin 2021.

Það var búist við því að hann færi aftur til West Ham í sumar en samkvæmt heimildum fjölmiðla hafi launakröfurnar hans verið of háar fyrir West Ham.

Hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að velja peningana en Gabby Agbonlahor fyrrum sóknarmaður Aston Villa ver hann.

„Ef Lingard vill fara fyrir peninginn, er það hið besta mál. Fótboltaferillinn er stuttur, þú verður að eignast nóg af pening til að lifa út lífið, fyrir börnin þín. Hann gæti verið að hugsa um það, það er hans mál," sagði Agbonlahor.


Athugasemdir
banner