Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. júlí 2022 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Mbabu stóðst læknisskoðun hjá Fulham
Kevin Mbabu er að mæta aftur í úrvalsdeildina
Kevin Mbabu er að mæta aftur í úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Svissneski varnarmaðurinn Kevin Mbabu er skrefi nær því að ganga í raðir Fulham frá þýska félaginu Wolfsburg.

Mbabu, sem er 27 ára gamall, hefur verið með bestu hægri bakvörðum þýsku deildarinnar síðustu þrjú ár, en snýr nú aftur í ensku úrvalsdeildina.

Hann spilaði fimm leiki á fjórum árum sínum með Newcastle United frá 2013 til 2017.

Fulham hefur náð samkomulagi um kaup á Mbabu og mun hann kosta félagið 6,5 milljónir punda. Hann hélt í læknisskoðun hjá Fulham í æfingabúðum liðsins í Portúgal um helgina og stóðst hana og má því búast við tilkynningu frá enska félaginu á næstu dögum.

Enska félagið mun einnig staðfesta eins árs samning við ísraelska sóknarmanninn Manor Solomon sem kemur frá úkraínska félaginu Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner
banner