Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. júlí 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham er að ganga frá Kostic
Mynd: Getty Images

West Ham mun tilkynna kaup á Gianluca Scamacca frá Sassuolo á næstu dögum.


Hamrarnir borga 35 milljónir punda fyrir sóknarmanninn og munu svo ganga frá kaupum á Filip Kostic, vængbakverði Eintracht Frankfurt.

Juventus reyndi að kaupa Kostic fyrr í sumar en það gekk ekki upp og nú virðist hann vera á leið í enska boltann.

Kostic og félagar í Frankfurt slógu West Ham úr leik í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í vor. Kostic er 29 ára gamall og á aðeins eitt ár eftir af samningnum við Frankfurt.

Fabrizio Romano segir að West Ham ætli sér að ljúka viðræðum við Frankfurt eftir helgi, eftir kaupin á Scamacca. 

Kostic mun kosta um 10 til 15 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner