Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 24. júlí 2022 12:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi: De Jong er lykilmaður
Mynd: EPA

Framtíð Frenkie de Jong hjá Barcelona er í lausu lofti en félagið er í miklum fjárhagsvandræðum.


Þrátt fyrir það hefur félagið bætt við sig leikmönnum í sumar og þarf því að losa sig við leikmenn á móti. De Jong hefur verið orðaður við Manchester United en samkvæmt erlendum fjölmiðlum vill hann ekki fara þangað.

Xavi, stjóri Barcelona, tjáði sig um stöðu De Jong hjá félaginu.

„Við höfum átt mikilvæg samtöl sem ég mun ekki ræða hér. Hann er lykilmaður en svo eru þessi fjárhagsvandamál og Financial Fair Play," sagði Xavi eftir 1-0 sigur Barcelona á Real Madrid í æfingaleik í nótt. De Jong spilaði allan síðari hálfleikinn í miðverði.


Athugasemdir
banner
banner