Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, er búinn að velja 29 leikmanna hóp sem mætir til úrtaksæfinga í ágúst sem fara fram á Laugardalsvelli.
Leikmenn mæta til æfinga 7.-9. ágúst og er tveggja og hálfs tíma prógram á hverjum degi, sem inniheldur eins og hálfs tíma æfingu í hvert sinn eftir 50 mínútna fund.
Alexander Rafn Pálmason, sem var á varamannabekk meistaraflokks KR á dögunum, er eini KR-ingurinn í úrtakshópnum að sinni. Flestir fulltrúar koma úr röðum Kópavogsklúbbanna Breiðabliks og HK, sem eiga fimm leikmenn hvort í hóp.
Það eru nokkur áhugaverð nöfn í þessum bráðefnilega leikmannahópi, þar sem má til að mynda finna Magnús Daða Ottesen, son Sölva Geirs Ottesen.
Hópurinn:
Stefan Tufegdzic - Valur
Alexander Rafn Pálmason - KR
Arnar Bjarki Gunnleifsson - Breiðablik
Darri Kristmundsson - Breiðablik
Óðinn Sturla Þórðarson - Breiðablik
Elmar Ágúst Halldórsson - Breiðablik
Gísli Marel Gíslason - Breiðablik
Aron Gunnar Matus - FH
Brynjar Narfi Arndal - FH
Róbert Hugi Sævarsson - FH
Sigurður Stefán Ólafsson - FH
Aron Leó Eyþórsson - HK
Bjarki Örn Brynjarsson - HK
Emil Máni Breiðdal Kjartansson - HK
Marten Leon Jóhannsson - HK
Sölvi Hrafn Halldór Högnason - HK
Benjamín Björnsson - Stjarnan
Bjarki Hrafn Garðarsson - Stjarnan
Léo Hrafn Elmarsson - Þróttur R.
Fjölnir Freysson - Þróttur R.
Gestur Alexander Ó. Hafþórsson - Víkingur R.
Jökull Sindrason - ÍA
Styrmir Gíslason - ÍA
Magnús Daði Ottesen - Fylkir
Markús Andri Daníelsson Martin - Hamar
Mikael Máni Þorfinnsson - Grindavík
Sigurður Emil Óskarsson - KA
Sigurður Nói Jóhannsson - KA
Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson - Þór
Athugasemdir