Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 24. ágúst 2013 17:12
Magnús Þór Jónsson
Gunnar: Það er ekkert öruggt ennþá.
Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á Þrótti.
Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfoss var kampakátur eftir sigur sinna manna í Laugardalnum í dag:

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur!  Þrjú stig í hús og við náðum að skapa okkur svigrúm gagnvart liðunum fyrir neðan okkur.

Gunnar var þó ekki á því að úrslit dagsins, sigur Selfoss og tap KF þýddi að baráttan væri sigruð:

Maður er aldrei sloppinn fyrr en það er tölfræðilega á hreinu, en síðustu þrír leikir hafa þýtt að við erum komnir í góða stöðu.

Hann viðurkenndi það að þegar á leikinn leið var þreytan farin að segja til sín hjá leikmönnum sínum og taldi það vera m.a. vegna leikjaniðurröðunarinnar í deildinni.

Þetta var gríðarlega erfiður leikur.  Við spiluðum á miðvikudag við Völsunga og fáum bara tvo daga á milli, á meðan að Þróttararnir fá þrjá.  Tveir dagar í pásu er einfaldlega alltof lítið.

Nánar er rætt við Gunnar í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um gang leiksins, framhaldið í deildinni og öflugan stuðning sem Selfossliðið fékk í dag úr stúkunni.


Athugasemdir
banner