Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 24. ágúst 2013 17:12
Magnús Þór Jónsson
Gunnar: Það er ekkert öruggt ennþá.
Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á Þrótti.
Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfoss var kampakátur eftir sigur sinna manna í Laugardalnum í dag:

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur!  Þrjú stig í hús og við náðum að skapa okkur svigrúm gagnvart liðunum fyrir neðan okkur.

Gunnar var þó ekki á því að úrslit dagsins, sigur Selfoss og tap KF þýddi að baráttan væri sigruð:

Maður er aldrei sloppinn fyrr en það er tölfræðilega á hreinu, en síðustu þrír leikir hafa þýtt að við erum komnir í góða stöðu.

Hann viðurkenndi það að þegar á leikinn leið var þreytan farin að segja til sín hjá leikmönnum sínum og taldi það vera m.a. vegna leikjaniðurröðunarinnar í deildinni.

Þetta var gríðarlega erfiður leikur.  Við spiluðum á miðvikudag við Völsunga og fáum bara tvo daga á milli, á meðan að Þróttararnir fá þrjá.  Tveir dagar í pásu er einfaldlega alltof lítið.

Nánar er rætt við Gunnar í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um gang leiksins, framhaldið í deildinni og öflugan stuðning sem Selfossliðið fékk í dag úr stúkunni.


Athugasemdir
banner
banner