Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 24. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Tottenham kíkir til Makedóníu
Tottenham lenti í erfiðleikum gegn Lokomotiv Plovdiv í síðustu umferð undankeppninnar en náði að sigra eftir að hafa lent undir. Heimamenn misstu tvo menn af velli með rautt spjald í stöðunni 1-0.
Tottenham lenti í erfiðleikum gegn Lokomotiv Plovdiv í síðustu umferð undankeppninnar en náði að sigra eftir að hafa lent undir. Heimamenn misstu tvo menn af velli með rautt spjald í stöðunni 1-0.
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í Evrópudeildinni í dag og rúmlega þar. Undankeppninni fyrir síðustu sæti riðlakeppninnar fer að ljúka og eru 34 leikir á dagskrá í dag og í kvöld.

Það er nóg um lið frá Skandínavíu sem taka þátt auk nokkurra stórliða úr Evrópu.

Celtic, Besiktas, Galatasaray, Tottenham, Wolfsburg, AC Milan, Granada og Sporting eru meðal félaga sem taka þátt en þar má einnig finna Íslendingaliðin Rosenborg, Malmö, Kaupmannahöfn, Sonderjyske og Kolos Kovalivka.

Engin íslensk lið eru eftir í undankeppninni en tvö lið frá Færeyjum eru enn á lífi. B36 Torshavn heimsækir CSKA Sofia til Búlgaríu áður en KÍ Klaksvík fær Dinamo Tbilisi í heimsókn frá Georgíu.

Leikir dagsins:
14:00 Ararat-Armenia - Celje
15:30 KuPS - Suduva
16:00 Plzen - Sonderjyske
16:00 Fehervar - Reims
16:30 Rostov - Maccabi Haifa
17:00 Riga - Celtic
17:00 Djurgarden - Cluj
17:00 Besiktas - Rio Ave
17:00 Rosenborg - Alanyaspor
17:00 Charleroi - Partizan
17:00 Malmo FF - Lokomotiva Zagreb
17:00 CSKA Sofia - B36 Torshavn
17:00 Willem II - Rangers
17:00 Mura - PSV
17:30 Hapoel Beer Sheva - Motherwell
18:00 Standard Liege - Vojvodina
18:00 Kaupmannahöfn - Piast Gliwice
18:00 KI Klaksvik - Dinamo Tbilisi
18:00 Sheriff - Dundalk
18:00 Sarajevo - Buducnost
18:00 APOEL - Zrinjski
18:00 Granada CF - Lokomotiv Tbilisi
18:00 Galatasaray - Hajduk Split
18:00 Shkendija - Tottenham
18:15 Wolfsburg - Desna
18:30 Legia - Drita FC
18:30 Milan - Bodo-Glimt
18:30 Basel - Anorthosis
18:30 LASK Linz - Dunajska Streda
18:30 Floriana FC - Flora Tallinn
18:30 St. Gallen - AEK
18:45 Rijeka - Kolos Kovalivka
19:00 Sporting - Aberdeen

Athugasemdir
banner
banner