Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. september 2022 14:15
Ívan Guðjón Baldursson
Æxlið fjarlægt úr eista Boetius
Mynd: Getty Images

Jean Paul Boetius er fjórði leikmaðurinn í efstu deild þýska boltans til að greinast með æxli í eistum undanfarin misseri.


Boetius er leikmaður Hertha Berlin og hefur einn annar liðsfélagi hans, Mario Richter, einnig greinst með eitthvað óæskilegt í pungnum.

Timo Baumgartl hjá Union Berlin hefur einnig greinst og því hafa menn verið að spyrja sig hvort það sé eitthvað í vatninu í Berlín. Tölurnar eru þó ekkert til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af, fótboltafélög eru dugleg við að senda leikmenn í hin ýmsu próf og því greinast allir kvillar talsvert fyrr en hjá öðrum einstaklingum.

Boetius greindist með æxli í eista og er nú þegar búið að fjarlægja það. Æxlið var fjarlægt áður en gerð var athugun um hvort það væri illkynja eða ekki þar sem aðgerðin reyndist afar auðveld.

Frægasta dæmið um æxli í eistum í þýska boltanum er Sebastien Haller, sóknarmaður Borussia Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner