lau 24. september 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Styttan reist á næsta tímabili - „Þreytt að vera í liði þar sem eru ellefu einstaklingar"
Kolbeinn Þórðarson
Kolbeinn Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel í Belgíu, segist þreyttur á stöðu liðsins í B-deildinni, en hann segir að það þurfi að byrja að spila sem lið.

Blikinn er á sínu fjórða tímabili með Lommel en liðið hefur síðan hann kom spilað í næst efstu deild.

Lommel hefur alltaf verið í efri hlutanum í B-deildinni en liðið var næst því að komast upp um deild fyrir einu og hálfu ári síðan en þá hafnaði það í 3. sæti.

Kolbeinn var meiddur í sumar og var því ekki í boði að fara í glugganum, en hann var spurður hvort hann yrði þar að eilífu og svaraði hann því á skemmtilegan hátt.

„Það er að koma stytta á næsta tímabili. Nei, ég veit það ekki. Ég meiddist í sumar og glugginn lokar þá. Ég þarf að berjast fyrir sæti í liðinu," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net.

Lommel hefur unnið þrjá og tapað þremur í byrjun tímabilsins en hann segir að staðan sé þreytt og að liðið þurfi að byrja að spila sem lið, en ekki ellefu einstaklingar.

„Það er hörku samkeppni. Við erum með landsliðsmenn í Ungverjalandi á miðjunni og hörkulið, en þurfum að læra að vinna á heimavelli og spila sem lið. Það er þreytt að vera í liði sem eru ellefu einstaklingar," sagði hann í lokin.
Kolbeinn Þórðar: Lofa þér við sköpum fleiri færi í næsta leik
Athugasemdir
banner
banner