Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   sun 24. september 2023 16:50
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Cardiff á góðu róli - Rúnar áfram á bekknum
Mynd: Getty Images
Sunderland 0 - 1 Cardiff City
0-1 Mark Mcguinness ('87 )

Velska liðið Cardiff City vann þriðja leik sinn í röð í ensku B-deildinni er það heimsótti Sunderland á leikvang ljóssins í dag, en lokatölur urðu 1-0, Cardiff í vil.

Mark Mcguinness skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Ryan Wintle.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var þriðja leikinn í röð á bekknum, en hann er á láni frá Arsenal.

Cardiff er í 7. sæti ensku B-deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner